Upplýsingar um lánið þitt

kr.
%

Þróun eftirstöðva lánsins á upphaflegu verðlagi þess

Eins og nafnið bendir til eru jafngreiðslulán stillt af þannig að þú greiðir alltaf jafngilda fjárhæð af láninu mánaðarlega. Sú fjárhæð skiptist í afborgun og vexti. Afborgunin er lægri framan af láninu en hækkar með tímanum. Á móti eru vextirnir hærri framan af en lækka þegar fram í sækir. (Meira um þetta má lesa hér.)

Hér er jafngreiðslulánið þitt eins og upphaflega var til þess stofnað. Á grafinu sjást eftirstöðvar lánsins lækka með tíma, á upphaflegu verðlagi þess, hægt fyrst en svo hraðar í lokin. Farðu með músina yfir grafið til að sjá upphæðina í byrjun hvers mánaðar.

Fortíð (eftirstöðvar nú kr.) Framtíð

Afborganir og vextir á upphaflegu verðlagi lánsins

Hér sjást afborganir og vextir jafngreiðslulánsins, á upphaflegu verðlagi þess. Jafngreiðslan er krónur á mánuði, og skiptist í afborgun og vexti eins og hér sést. Farðu með músina yfir grafið til að sjá upphæðir hvers mánaðar.

Fortíð (þegar greiddar kr.)

Framtíð (ógreiddar kr.)

Áhrif verðbólgu á lánið

Málið er hins vegar ekki svona einfalt því lánið er verðtryggt. Það þýðir að eftir því sem íslenska krónan rýrnar að verðgildi er krónunum í láninu fjölgað þannig að þær samsvari eftir sem áður upphaflegum kaupmætti. Rýrnun krónunnar „teygir“ sem sagt allar upphæðir lánsins - höfuðstól, eftirstöðvar, afborganir, vexti - upp á við, í sama hlutfalli.

Rýrnunin, eða verðbólgan, er mæld með vísitölu neysluverðs. Sú vísitala var stig þegar lánið var tekið, en hún er núna stig. Það samsvarar % árlegri meðalverðbólgu (rýrnun).

Krónunum í höfuðstóli lánsins hefur fjölgað, í sama hlutfalli og vísitalan hefur hækkað:

Krónunum í hinni mánaðarlegu jafngreiðslu hefur einnig fjölgað í þessu sama hlutfalli:

...og sama gildir um krónurnar sem samtals verða greiddar af láninu, þ.e. krónurnar í jafngreiðslunni margfaldaðar með fjölda afborgana:

Vextir lánsins

Lánið ber % virka ársvexti, eða % mánaðarlega vexti.

Ef virkir ársvextir lánsins væru % í stað % þá næmu endurgreiðslur samtals kr. á verðlagi dagsins. Þar munar krónum.

Greiðslur af láninu yfir tíma

Hér sjást gjalddagar lánsins, á upphaflegu verðlagi þess.

Nr. Dags. Í byrjun Afborgun + vextir = greiðsla Í lok

Rýrnun krónunnar vegna verðbólgu

Hér sést nánar hvernig íslenska krónan hefur rýrnað vegna verðbólgu síðan lánið var tekið, en rýrnunin nemur að meðaltali % á ári.

Kaupmáttur 1.000 króna er sýndur á hverjum tíma, í hlutfalli við kaupmátt 1.000 króna eins og hann var í upphafi lánstímans. Miðað er við vísitölu neysluverðs.

Hér er „öfug“ sýn á sömu rýrnun. Grafið sýnir hversu margar krónur þurfti til viðbótar á hverjum tíma til að kaupa sömu neyslukörfu og fékkst fyrir 1.000 krónur í upphafi lánstímans.

Eftirstöðvar lánsins í rýrnandi krónum

Hér eru eftirstöðvar lánsins sýndar eins og þær voru í rýrnandi krónum hverju sinni, til dagsins í dag. Upphaflega lánið er jafnframt sýnt í bláum lit. Frá deginum í dag er lánið sýnt án verðbólgu. Farðu með músina yfir fjólubláa hlutann til að sjá uppreiknaðar (verðbættar) eftirstöðvar í byrjun hvers mánaðar.

Fortíð (eftirstöðvar nú kr.) Framtíð

Afborganir og vextir í rýrnandi krónum

Hér sjást afborganir og vextir jafngreiðslulánsins, í rýrnandi krónum hverju sinni. Frá deginum í dag er lánið sýnt án verðbólgu, sbr. næsta graf á undan. Jafngreiðslan, sem upphaflega var kr. á mánuði, er kr. á verðlagi dagsins. Farðu með músina yfir grafið til að sjá upphæðir hvers mánaðar.

Fortíð (þegar greiddar kr.)

Framtíð (ógreiddar kr.)

Báðar upphæðirnar eru á verðlagi dagsins í dag.

Afkoma af láninu

Hér er dregin upp gróf tilgáta um afkomu þína af láninu, með öllum fyrirvörum um að forsendur eigi við í þínu tilviki.

Bláa línan sýnir þróun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu síðan lánið var tekið, á verðlagi dagsins í dag. Hún gefur því vísbendingu um verðmæti þess hluta fasteignarinnar sem keyptur var fyrir lánið.

Fjólublái hlutinn sýnir aftur á móti eftirstöðvar lánsins eins og þær eru hverju sinni, á núverandi verðlagi. Munurinn á honum og bláu línunni er þá nettó eigið fé þitt vegna lánsins; eign að frádreginni skuld. Jákvætt eigið fé er sýnt grænt, en neikvætt rautt. Farðu með músina yfir grafið til að sjá eigið fé hverju sinni.

Grafið er allt á verðlagi dagsins í dag. Á því verðlagi er upphaflegur höfuðstóll lánsins kr. Eftirstöðvar þess eru í dag kr. meðan eignin að baki er kr., sem þýðir að eigið fé gæti verið kr. Reiknað er með óbreyttu íbúðaverði frá deginum í dag til framtíðar.

Eftirstöðvar lánsins Eigið fé

Bera má kaup á fasteign saman við leigu. Ein leið til þess er að leggja saman greidda vexti og draga frá þeim virðisaukningu eignarinnar (eða leggja við virðisrýrnun) á tilteknu tímabili, og deila með lengd tímabilsins til að finna nokkurs konar innri leigu. (Hér vantar að sjálfsögðu inn í myndina aðra kostnaðarliði svo sem viðhald og skatta.) Ef virði eignarinnar breyttist ekki allan lánstímann væri þessi innri leiga heildarvextir lánsins deilt með fjölda mánaða, eða kr. á mánuði að meðaltali.

Á þessu grafi sjást, fyrir hvern mánuð, uppsafnaðir greiddir vextir frá upphafi lánsins að frádreginni virðisaukningu (eða viðbættri virðisrýrnun) til sama tíma. Ef sú upphæð er í plús (þú hefur greitt innri leigu til þess tíma) eru súlurnar rauðar, en ef hún er í mínus (þú hefur fengið greidda innri leigu) eru súlurnar grænar.

Grafið er allt á verðlagi dagsins í dag. Farðu með músina yfir grafið til að sjá innri leigu á mánuði að jafnaði frá upphafi lánsins.

Greidd innri leiga Fengin innri leiga